Tuesday, March 5, 2013

Hakuna Matata ! - Engar Áhyggjur!

ég ætla að skella i eitt stutt og laggott blogg héðan úr Kenýa þarsem mikiið hefur verið um óvissu útaf kosningum um forseta landsins sem fer fram síðasta mánudag.  En seinustu tvo daga höfum við haldið okkur innan dyra á hóteli

En síðastliðna viku var ég ásamt Þóreyju hjá Anne Laurine sem hefur verið stoð okkar og stytta síðan við komum til Kenýa.  Hún tók á móti okkur þegar við komum dauðþryttar til Kisumu fyrir tæpum mánuði og síðan þá hfur hún verið eins og mamma okkar.  Passað okkur og svarað í símann hven´r sem er a sólarhringnum.  Fyrst i þessari viku fékk ég hinsvegar brjálað samviskubit að við skyldum hafa ónáðað hana afþvi hún er ein sú allra uppteknasta manneskja sem ég hef hitt!  Anne Laurine rekur gífurlega mörg verkefni til að betrumbæta ástandið h´rna og fræða fólk.  Sem dæmi rekur hún skóla, hjálpar konum að skippuleggja barneignir (family planning), ungmennahópa, HIV fræðslu, saumastarf til að afla pninga fyrir fólk og svo margt fleira.  Hún er 6 barna móðir, þrjú þeirra búa heima hjá henni. Svo hefur hún yfir tíðina tekið að sér nokkur börn sem eiga erfitt.  Þar á meðal er 12 ára strákur sem smitaðist af HIV við fæðingu, móðir hans var rosalega veik af HIV þegar Anne Laurine kynntist henni og syni hennar, og afþví mamman var svo veik að hún gat ekki hugsað um son sinn þannig hann var alveg við dauðans dyr.  Mamman dó síðan útaf HIV og Anne Laurine tók soninn að sér og núna sést ekki einu sinni a honum að hann sé með HIV, afþví hann tekur lyf og fær að borða góða og rétta næringu.  Síðan tók hún að sér dreng sem er 8 ára, líklega yndislegasti strákur sem ég hef séð.  En mamma hans var 13 ára þegar hún eignaðist hann.  Henni langaði ekki að eiga hann svo að hún gerði tilraun til að henda honum ofaní holu og losa sig þannig við hann, en litla stelpan hitti ekki ofaní holuna svo það sjást smá áverkar á stráknum.  Konan sem fann svo strákinn vissi hver stelpan litla var og ætlaði að skila stráknum til hennar en hún svaraði konunni "Þú fannst hann, núna er hann á þinni ábyrgð".  Strákurinn flakkaði svo á milli heimila, þangað til að hann kom um 4 ára aldur til Anne Laurine.  Síðan tók Anne Laurine að sér eina stelpu en hún kom fyrst þeirra allra eftir að hafa búið á götunni og leitað í ruslum eftir mat í mörg ár.  Svo að ég segi enn meira um hversu mikil kvennskörungur Anne Laurine er þá vinnur hún alla daga á heilsugæslu frá 8 til 4 eða lengur!  Konan sefur varla í 5 tíma hverja nótt og vaknaði við minnsta hljóð í húsinu, við Þórey vorum orðlausar yfir kraftinum sem Anne hefur og langar án efa að taka okkur hana til fyrirmyndar!

Anne Laurine fræddi okkur um rosalega margt þessa viku þar á meðal HIV sem ég var rosalega þakklát fyrir afþví það væri glatað að fara frá  landi þarsem HIV er svona rosalega algengt án þess að vita meira um hann.  HIV er frekar nýlegur sjúkdómur en hann fannst fyrst um 1980 og talið er að hann hafi þróast úr öpum. Sjúkdómurinn er gífurlega algengur hérna í Kenýa en Anne Laurine sagði að um 6 % þjóðarinnar hafði HIV þó að ég gæti trúað að það væri hærri tala.  Sjúkdomurinn er víst algengari i kringum Viktoríuvatnið og Anne Laurine segir að sjómenn sé miklir dreifiaðilar afþví þeir koma í höfn og smita margar vændiskonur.  Konur smita líka börnin sín oft við fæðingu af HIV og svo þegar sjúkdómurinn verður þeim að bana skilja þær eftir munaðarlaus börn.  Börnin fara þá oft í umsjá ömmu þeirra en þær eru kynslóð eldri en sjúkdómurinn.  Í menningu Kenýa er líka fjölkvæni en hérna eiga sumir menn hátt uppí 10 konur en Anne Laurine sagði okkur frá mönnum sem höfðu átt 40 konur!  n eina hömlunin á fjöldakvenna er hvort maðurinn geti byggt undir þær hús.  í seinustu viku voru 3 ferðafélagar mínir hjá manni sem átti tvær konur en þær bjuggu saman i sátt og samlyndi, þær voru eiginlega bara saman í liði gegn manninum.  Það finnst mér gott hjá þeim, þeir eiga ekki að komast upp með svona rugl þessir kenýskumenn! En þetta verður til þess að menn flakki á milli eiginkvenna sinna og smiti þær jafnvel af HIV. 

 Ég kannski fjalla meira um kosningarnar seinna en hérna er allt í ró enþá og verður það líklegast áfram.  Það vona ég líka fyrir allt fólkið sem við höfum kynnst hérna, afþví hérna erum við hvíta fólkið í rauninni ekki í mikilli hættu en þeir innfæddu gætu lent i óeirðum og leiðindum.


Já það er margt hérna sem er frásögufærandi í þessari menningu en ég ætla ekki að hafa þetta lengra að þessu sinni.


No comments:

Post a Comment